17.4.2008 | 21:02
Myndir.........
Ég sé á talningunni á síðunni að það eru alltaf einhverjir að slæðast hér inn. Hvernig væri nú að hinir sömu sendu nú myndir til mín af fjölskyldum sínum? Finnst ykkur ekki gaman að sjá hvernig fólk lítur út eftir margra ára ættarmótsleysi...
Athugasemdir
hæhæ kom ekki myndin frá mér til þín ? er ekki hægt að troða henni inn hjá ömmu ?
kv Smári og Co
Smári Hjálmarss (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:38
Hæ Smári og co
Nei, ég hef ekki fengið mynd frá ykkur. Við skiptum um símafyrirtæki fyrir stuttu svo hún hefur kannski dottið einhvers staðar á milli. Endilega sendu hana aftur á annavaldis@internet.is
Svo treð ég henni inn hjá ömmu...
Kveðja Anna Valdís
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 18.4.2008 kl. 20:13
Sæl Anna
Gott framtak hjá þér okkur langar að smella nokkrum myndum af stórfjölskyldunni inn á þennan vef hvernig eigum við að fara að því
Mvh
Rósa, Björgvin og Guðbjörg Ósk
Odense
Elín Sumarrós Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:46
Hæ, hæ
Þið getið gert tvennt. Sent mér e-mail adressuna ykkar á annavaldis@internet.is og ég sendi ykkur notendanafn og lykilorð svo þið fáið aðgang að síðunni eða sendið mér myndir í viðhengi og ég set þær inn fyrir ykkur.
Hlakka til að sjá myndir frá ykkur
Kveðja í bili
Anna Valdís
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 20.4.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.