13.1.2008 | 23:13
Kæru ættingjar!
Ég hlakka nú helling til að hitta ykkur í sumar enda allt of langt síðan síðast. Ég hitti nú einhverja í afmælinu hjá Öggu um daginn og var það mjög skemmtilegt.
Mig langar svo til að fá sendar myndir frá ykkur, upplýsingar um skyldleika, skemmtisögur af ættingjum, bernskuminningar eða hvað sem fólki dettur í hug til að setja hér inn. Það væri mjög gaman að fá myndir af öllum og geta sett upp e.k. ættartré hérna. Þá myndi maður líka þekkja öll andlitin í sumar...
Ef þið viljið senda mér efni sendið það þá á netfangið annavaldis@internet.is
Látið svo berast að þessi síða sé komin í loftið svo sem flestir ættingjar geti kíkt á hana og sent inn efni.
Kveðja í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.