Færsluflokkur: Bloggar

Bréf frá ættarmótsnefnd

ÆTTARMÓT 2008

Kæru ættingjar

 

Dagana 18. - 20. júlí ætla afkomendur systkinanna frá Pálsgerði að hittast á Grenivík  og eiga þar góða stund saman.

Á föstudeginum (eftir kl.14:00) er ætlunin að hittast og endurnýja gömul kynni, engin skipulögð dagskrá.

Á laugardeginum er á dagskrá að fara í Pálsgerði og að Laufási þar sem blóm verða lögð á leiðin, hafa sameiginlegt kaffihlaðborð  og snæða kvöldverð saman. Ekki má gleyma skemmtiatriðunum, (þar sem færri komast að en vilja) og leikjum fyrir börn og fullorðna.

Gisting:

Í Grenivíkurskóla er boðið upp á gistingu í skólastofum, eldunaraðstöðu, aðgang að sundlaug og tjaldstæði. Lítið hótel, Miðgarðar, er með uppábúin herbergi.

Vinsamlegast pantið gistingu hjá þeim. Miðgarðar á Grenivík taka við pöntunum í gistingu (bæði fyrir skólastofur og hótel) í síma 860 9999, midgardar.net

Kostnaður er áætlaður:

            Kvöldverður kr. 2500 fyrir 16 ára og eldri, 1000 kr. fyrir 8-16 ára.

           Verð á dýnu í skólastofu er frá 2300 kr. fyrir 12 ára og eldri. Verð í tveggja manna herbergi er 10.200, uppábúin rúm (má hafa börn á dýnu).

            Tjaldstæði er 1000. kr. á nótt fyrir manninn, frítt fyrir börn. Frítt er í sundlaugina.

            Vinsamlegst athugið að verð getur breyst eftir fjölda gesta.

 

Ekki hefur verið skipað í skemmtinefnd, því verður hver fjölskylda (leggur) að koma með eitt gott atriði og leiki fyrir börnin.

Við sjáum sjálf um matinn og má fólk því búast við því að hjálpa til, sjálfboðaliðar óskast.

Hægt er að kaupa kaffi og meðlæti í Laufási.  Ef fólk vill það frekar en sameiginlegt kaffihlaðborð er það vinsamlegast beðið um að láta vita.

Mikilvægt er að láta vita fyrir 1. maí um fjölda fullorðinna og barna (aldur þeirra) og hvort gista eigi á tjaldstæði eða inni í húsi. (Hætta er á að missa húsnæðið ef staðfesting berst ekki í tæka tíð).

Stofnuð hefur verið heimasíða: palsgerdi.blog.is. Gaman væri ef þið getið sent inn myndir og tjáð ykkur um ættarmótið.

Vinsamlegast látið vita um þátttöku, með tölvupósti til eydise@mi.is eða símleiðis til Helgu Árnad. í síma 564 2202.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á föstudeginum.

Kveðjur frá sjálfskipaðri ættarmótsnefnd, Dísu, Helgu og Eydísi.


Nýjar myndir!

Jæja, þá eru einhverjir að taka við sér og senda mér myndir. Ragna María dóttir Bjössa (sonur Rögnu) sendi mér myndir af sér og sinni fjölskyldu. Þær er hægt að skoða í albúminu sem heitir "Ragna Björnsdóttir".

Gaman væri nú ef fleiri sendu mér myndir á annavaldis@internet.is

Kveðja í bili

Anna Valdís


Hverjir ætla að koma...

Jæja, gott fólk þá er kominn tími á að kanna undirtektir vegna ættarmótsins í sumar.

Hverjir ætla að sýna sig og sjá aðra?

Þar sem verið er að vinna í að finna gistingu o.s.frv. væri gott ef þið, sem ætlið að koma á ættarmótið, létuð vita hvort ykkur vantar gistingu. Einnig væri gott ef þið létuð vita hvort þið mynduð vilja kaupa tilbúinn mat eða sjá sjálf um matargerð o.s.frv.

Ekki vera feimin við að skrifa - það gerið þið með því að smella á Athugasemdir (hér fyrir neðan) og skrifa svo og muna að vista athugasemdina. Einnig er hægt að senda póst á annavaldis@internet.is eða elin@samherji.is (Ella frænka Björnsdóttir)

Ath. ég var að setja inn nýjar myndir sem mér voru sendar. Það væri gaman ef þið settuð inn athugasemdir við myndirnar s.s. hvar þær voru teknar, við hvaða tilefni o.s.frv. Einnig væri gaman að fá myndir frá fleirum... og ættartré... Er ekki einhver sem nennir að senda mér??


Ættartré

Jæja, þá er ég búin að setja inn smá ættartré yfir afkomendur mömmu (Siggu). Það er í albúmi Rögnu. Þar má sjá börn Siggu, barnabörn, barnabarnabörn og tilheyrandi maka. Bara svona til gamans.

Ég er búin að fá nokkrar gamlar myndir frá mömmu og Helgu frænku sem ég set inn við fyrsta tækifæri. Ég hvet ykkur að senda mér myndir, ættartré eða hvað sem ykkur dettur í hug. Ef þið kunnið á þetta Moggablogg getið þið líka sent mér e-mail og ég get þá látið ykkur fá aðgang að kerfinu svo þið getið sett myndir inn sjálf... annavaldis@internet.is

Koma svo!!!


Kæru ættingjar!

Ég hlakka nú helling til að hitta ykkur í sumar enda allt of langt síðan síðast. Ég hitti nú einhverja í afmælinu hjá Öggu um daginn og var það mjög skemmtilegt.

Mig langar svo til að fá sendar myndir frá ykkur, upplýsingar um skyldleika, skemmtisögur af ættingjum, bernskuminningar eða hvað sem fólki dettur í hug til að setja hér inn. Það væri mjög gaman að fá myndir af öllum og geta sett upp e.k. ættartré hérna. Þá myndi maður líka þekkja öll andlitin í sumar...

Ef þið viljið senda mér efni sendið það þá á netfangið annavaldis@internet.is

Látið svo berast að þessi síða sé komin í loftið svo sem flestir ættingjar geti kíkt á hana og sent inn efni.

Kveðja í bili.


Ættarmót

Dagana 18. - 20. júlí nk. ætla afkomendur systkinanna frá Pálsgerði að hittast á ættarmóti. Nokkuð er síðan við hittumst síðast en það var í Skagafirði sumarið 2000. Ætlunin er að hittast á Grenivík að þessu sinni, nærri æskustöðvum Árna, Binnu, Rögnu, Sellu og Bjössa. Það verður nú glatt á hjalla líkt og áður og vona ég að sem allra flestir sjái sér fært um að koma.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband