18.7.2008 | 11:44
Nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2008 | 00:07
Nýjar myndir.
Var að skella inn myndum sem ég var að fá frá Birnu, dóttur Ellu, dóttur Bjössa í Hrísey.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 15:22
Dagskráin í stórum dráttum.
Laugardagur 19. júlí.
KL. 10:00 - Sameiginlegur morgunverður á Grenivík. Allir komi með fyrir sig og sína.
Frá morgunmat og til ca 13:30 - Sund (frítt í laugina) og leikir fyrir börn og fullorðna. Sem flestir að koma með leik...
Um 13:30 - Keyrt í Pálsgerði. Þeir sem eru á jeppum geta selflutt upp að rústunum, annars er þetta smá ganga. Ef veður leyfir þá ætlum við að drekka kaffi í gamla eldhúsinu. Allir komi með fyrir sig og sína.
Frá Pálsgerði verður keyrt í Laufás þar sem kirkjan, gamli bærinn og leiðin verða heimsótt. Þar verður einnig hægt að kaupa kaffi og meððí ef fólk vill.
Um kl. 16:00-16:30 - Farið á Grenivík. Þar hefst eldamennska hjá þeim sem bjóða sig fram í það. Aðrir fara í leiki og skemmta sér og öðrum.
Um 19:30 - Kvöldmatur. Skemmtiatriði undir borðhaldi. Sjálfboðaliðar í frágang (ekki þeir sömu og elduðu )
Eftir kvöldmat - Samverustund. Vonandi að sem flestir komi með skemmtiatriði!! Fjöldasöngur og dans í lokin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 14:59
Nýjar myndir!!
Ég var að fá myndir frá Dísu Árna og Báru. Þær eru nú komnar í albúmin hjá Árna og Binnu. Endilega skoðið þær.
Ég ætla að reyna að nálgast einhvers konar dagskrá fyrir laugardaginn og vonast til að geta sett hér inn í kvöld.
Kveðja í bili
Anna Valdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 18:35
Laus gisting!
Enn eru tvær skólastofur lausar fyrir gistingu.
Miðgarðar á Grenivík taka við pöntunum í gistingu í síma 860 9999, midgardar.net
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2008 | 12:38
Vika í ættarmót.
Jæja ágætu ættingjar,
Nú er ég að leggja af stað norður í dekur hjá tengdó. Ég verð nú alveg í netsambandi þar ef þið viljið senda myndir eða eitthvað þessa síðustu viku fyrir ættarmót - annavaldis@internet.is
Ég heyrði í Helgu í vikunni og það er tvennt sem mig langar að minnast á hér. Hún talaði um að allir eiga að koma með eigin drykki með sameiginlega matnum. Og svo er hugmyndin að allir komi með fjölskyldumyndir (bara prenta út...) og setji á karton sem verða á staðnum. Vona að sem flestir taki nú þátt í þessu...
En í bili - eigið góða viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 12:43
Styttist óðum í fjörið!
Ég var að setja inn myndir sem ég fékk sendar frá Haraldi og eru þær í Árna albúmi. Svo var ég líka að fá ættartré frá Ellu og er það í Bjössa í Hríey albúminu. Frábært hjá ykkur, Haraldur og Ella!!
Eru ekki annars allir búnir að panta gott veður og svoleiðis...?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2008 | 23:09
Ættartré og nýjar myndir.
Þá er Öggu leggur aldeilis búinn að taka við sér . Komið ættartré fyrir þann legg og fullt af myndum! Þetta er staðsett í Rögnu albúmi. Skora á aðra "leggi" að fara að senda eitthvað!
Annars er fólk eitthvað farið að láta vita að það ætli að koma á ættarmótið og er það gott mál. Fleiri mættu þó láta vita...
"Hljómsveitin mín" kom saman í dag og ræddi málin. Það verður stuð... lofa því...
Kveðja í bili, Anna Valdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 18:35
Ný mynd í Rögnu albúmi og smá spark í rassinn...
Jæja, þá er ég búin að fá mynd frá Smára Öggusyni og er hún komin í Rögnu albúm. Það væri gaman að fá frá fleirum...
En hún Helga var að hafa samband við mig og segir hún að það verði að staðfesta komu á ættarmótið fyrir 30. apríl, annars verða þær stöllur að afpanta gistinguna. Það er nú alveg skiljanlegt þar sem þeir sem reka gistinguna verða náttúrulega að fá einhver svör. En endilega látið nú vita hvað þið ætlið að gera...
Ég lofa rosa góðri stemmingu á mótinu... er með hljómsveit í handraðanum............ Það verður okkar skemmtiatriði Ííííhaaaaah!
Kveðja í bili, Anna Valdís "umboðsmaður"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 21:02
Myndir.........
Ég sé á talningunni á síðunni að það eru alltaf einhverjir að slæðast hér inn. Hvernig væri nú að hinir sömu sendu nú myndir til mín af fjölskyldum sínum? Finnst ykkur ekki gaman að sjá hvernig fólk lítur út eftir margra ára ættarmótsleysi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)